Heimir Örn Árnason

Heimir Örn Árnason

Sjálfstæðisflokkur
heimirorn@akureyri.is

Heimir Örn er fæddur á Akureyri 5. maí 1979. Hann lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri með viðskiptafræði sem aðalval árið 2000 og BEd. prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006.

Heimir Örn hefur starfað við kennslu í 16 ár, bæði við Ingunnarskóla í Reykjavík og lengst af við Naustaskóla á Akureyri. Undanfarin 4 ár hefur hann starfað í stjórnunarteymi skólans sem deildarstjóri og var einnig deildarstjóri í Ingunnarskóla árið 2009.

Áður var hann framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar og hefur verið mjög virkur í félagsmálum og sjálfboðaliðastarfi hjá KA og KA/Þór frá 2008. Síðastliðinn sex ár hefur hann verið formaður unglingaráðs KA og KA/Þór þar sem að starfið hefur vaxið mikið síðustu árin.

Heimir er einnig með dómararéttindi og hefur klárað öll stig þjálfaramenntunar hér á landi í handknattleik. Hann hefur þjálfað meistaraflokk KA, Akureyri og Fylki í meistaraflokki karla í handknattleik og yngri flokka síðan 1995.

Heimir Örn er giftur Mörthu Hermannsdóttur tannlækni á Tannlæknastofu Akureyrar og eiga þau þrjú börn; Dag Árna, Steinunni Hörpu og Bjarka Fannar Heimisson.

Síðast uppfært 23. júní 2022