Gunnar Már Gunnarsson

Gunnar Már Gunnarsson

Framsóknarflokkur
gunnar.mar.gunnarsson@akureyri.is

Gunnar er fæddur á Akureyri 24. október 1984. Gunnar er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 2004, útskrifaðist með meistaragráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og rannsóknarmaster í heimskautafræðum frá háskólanum í Cambridge 2015.

Gunnar hefur síðustu ár unnið með málefni norðurslóða, hvort sem er í gegnum rannsóknir, vísindasamstarf eða á sviði alþjóðasamskipta, og starfað bæði fyrir Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndina (IASC). Þá hefur hann gegnt starfi aðjúnkts við Háskólann á Akureyri og sinnt ýmsum sérverkefnum fyrir háskólann sem tengjast málaflokknum. Gunnar starfar í dag hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) sem verkefnisstjóri fyrir byggðarþróunarverkefni Brothættra byggða.

Gunnar hefur tekið þátt í margvíslegu félagsstarfi og meðal annars setið í stjórn Aflsins.

Gunnar er giftur Margréti Veru Benediktsdóttur og eiga þau saman tvo syni, Bjarnhéðinn Hrafn og Kveldúlf Snjóka.

Síðast uppfært 13. júní 2022