Leikskólinn Iðavöllur: Deildarstjóri

 

Leikskólinn Iðavöllur, við Gránufélagsgötu, óskar eftir að ráða deildastjóra í 100 % stöðu. Starfsbyrjun er samkomulagsatriði.

 

Iðavöllur er fjögurra deilda leikskóli með 90 rýmum. „Þar er leikur að læra“ eru einkunnarorð leikskólans. Daglegt líf á Iðavelli snýst um leik, athafnir, verkefni og samskipti sem miða að því að gefa börnunum fjölbreytt tækifæri til að læra, helst með því að uppgötva og reyna sjálf en stundum með dyggri aðstoð annarra. Verkefni snúast oftar en ekki um áhugamál barnanna og leitast er við að horfa á sterku hliðar hvers og eins, bæði barna og kennara. Lögð er áhersla á virðingu, nálægð, hlýju og umhyggju sem hluta af uppeldisstarfinu.


Iðavöllur er í þróunarstarfi tengdu fölmenningu sem ber heitið „Þar er leikur að læra íslensku

 

Deildarstjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla, kjarasamningum og mannauðs- og skólastefnu Akureyrarbæjar.

 

Næsti yfirmaður deildarstjóra er leikskólastjóri.

 

Helstu verkefni:

·         Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.

·         Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.

·         Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.

·         Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.

·         Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.

·         Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.

·         Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.

·         Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.

·         Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.

·         Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra

·         Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

·         Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varðar starfsemi leikskólans.

·         Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi eða annarri háskólamenntun sem nýst gæti í starfi.
  • Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum, sveigjanlegum og jákvæðum einstaklingi.
  • Afar mikilvægt er að viðkomandi eigi mjög auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

·         Reynsla af stjórnun deildar er kostur.

·         Tölvufærni

 

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

 

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl. 11:00 – 16:00 virka daga.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Lilja Sævarsdóttir, leikskólastjóri eða Gerður Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 4143740 eða í gegnum netfang Iðavallar idavollur@akureyri.is

Heimasíða Iðavallar: www.idavollur.is

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar;

www.akureyri.is

 

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuveri bæjarins, Geislagötu 9.

 

                                      Umsóknarfrestur er til 28. janúar 2019