Búsetusvið: Háskólamenntaður starfsmaður

 

Búsetusvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða einstakling með háskólamenntun á félags- eða uppeldissviði sem nýtist í starfi. Um er að ræða 80% starf frá og með 15. febrúar 2019 í þjónustuíbúðum fyrir geðfatlaða. Starfið er krefjandi, skemmtilegt og fjölbreytt.

 

Leitað er að sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi. Mikilvægt er að viðkomandi sé fær í mannlegum samskiptum.

 

Búsetusvið sér um að veita fólki fjölbreytta þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu þess og skapa því aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi á heimili sínu sem og utan þess. Búsetusvið Akureyrarbæjar vinnur eftir hugmyndafræði valdeflingar og þjónandi leiðsagnar. Allir starfsmenn þurfa að tileinka sér þessa hugmyndafræði og vinna eftir henni.

 

Helstu verkefni:

·         Að veita faglega ráðgjöf og stuðning við íbúa og starfsfólk.

·         Að taka þátt í faglegri uppbyggingu og skipulagningu á einstaklingsmiðaðri þjónustu í samstarfi við forstöðumann.

·         Samskipti við ýmsa þjónustuaðila og aðstandendur.

·         Starfið felur í sér vönduð og öguð vinnubrögð.

·         Að taka þátt í gerð þjónustuáætlana og dagsskipulags innan hverrar einingar fyrir sig.

·         Að vinna náið með forstöðumanni og deildarstjórum og vera leiðbeinandi við starfsfólk um fagleg vinnubrögð á starfsvettvangi.

·         Að taka þátt í mótun starfseminnar.

·         Að aðstoða við athafnir daglegs lífs.

·         Að taka þátt í öllum almennum heimilisstörf.

·         Að taka þátt í sí- og endurmenntun.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Óskað er eftir einstaklingi með háskólamenntun á félags- eða uppeldissviði sem nýtist í starfi.

·         Reynsla af teymisvinnu. 

·         Góð almenn tölvukunnátta.

·         Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði eru skilyrði.

·         Færni í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri.

·         Reynsla af starfi með fólki með geðræna erfiðleika er kostur.

·         Mikilvægir eiginleikar eru sveigjanleiki, samviskusemi, lipurð og jákvætt viðhorf til fólks.

·         Gerð er krafa um vammleysi s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

 

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.

 

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl. 11:00 – 16:00 virka daga.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Torfason í síma 460-1446 milli kl. 09:00 - 15:00 virka daga.

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

 

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuveri bæjarins, Geislagötu 9.

 

Umsóknarfrestur er til og með 01. febrúar 2019