Héraðsskjalasafn: Forstöðumaður

Laust er til umsóknar starf forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins á Akureyri.

 

Starfssvæði Héraðsskjalasafnsins á Akureyri nær yfir Akureyrarkaupstað, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.

 

Safnið starfar skv. Lögum nr. 77 / 2014 um opinber skjalasöfn og er hlutverk þess m.a.: Innheimta og varðveisla skjala frá opinberum aðilum og að hafa þau aðgengileg fyrir notendur í þeim tilgangi að tryggja réttindi og hagsmuni einstaklinga jafnt sem stjórnvalda. Leiðbeina um notkun skjala og veita upplýsingar úr þeim og greiða fyrir rannsóknum. Hafa eftirlit með og veita samþykki fyrir meðferð skjala hjá sveitarstjórnum og öðrum skilaskyldum aðilum í héraðinu. Gangast fyrir rannsóknum sem tengjast safnkosti og leitast við að afla einnig heimilda frá einstaklingum, félögum og einkaaðilum til að tryggja að heimildir um sögu héraðsins varðveitist.

 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

•      Ábyrgð á rekstri og stjórnun Héraðsskjalasafnsins á Akureyri.

•      Starfsmannamál, fjárhags- og starfsáætlanagerð.

•      Framkvæmd og framfylgni skjalamála og eftirlits sem kveðið er á um í fyrrgreindum lögum.

•      Fagleg forysta í skjalamálum sveitarfélaganna á safnsvæðinu.

•      Undirbúningur og skipulagning sýninga Héraðsskjalasafnsins.

•      Samskipti og tengsl við viðskiptavini og samstarfsaðila fyrir hönd safnsins innan lands sem utan.

 

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

•      Háskólapróf sem nýtist í starfi.

•      Reynsla af skjalavörslu opinberra skjalasafna og skjalastjórn.

•      Þekking á sögu jafnt sem stjórnsýslusögu héraðsins er kostur.

•      Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun og rekstri.

•      Góð tungumálakunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.

•      Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

•      Góðir forystu-, skipulags-, og samskiptahæfileikar.


Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl 11:00 og 16:00 virka daga.

 

Nánari upplýsingar um starfið gefur Aðalbjörg Sigmarsdóttir, forstöðumaður í síma 460 1292, netfang: adalbjorg@akureyri.is eða Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri Akureyrarstofu, netfang: thorgnyr@akureyri.is.

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

 

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuanddyri Ráðhússins.

 

Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí 2018.