20.júl

Viltu læra á Rafbókasafnið?

Viltu læra á Rafbókasafnið?

Þann 1. júní hóf Amtsbókasafnið útlán raf- og hljóðbóka í samvinnu við Landskerfi bókasafna í gegnum Rafbókasafnið. 

Með þessari nýjung geta notendur bókasafnsins nálgast fjölda titla hljóð- og rafbóka á auðveldari hátt en hingað til. Fyrst um sinn verður safnkostur einkum á ensku en vonast er til þess að íslenskir titlar bætist fljótlega við.

Fimmtudagana 20. júlí og 27. júlí býðst áhugasömum að fá leiðsögn í notkun Rafbókasafnsins á kaffihúsi Amtsbókasafnsins, 1. hæð kl. 16-17. 

Það eina sem þarf til er gilt bókasafnsskírteini hjá Amtsbókasafninu ásamt pin-númeri (sem notað er í sjálfsafgreiðsluvélar) og snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu. Fjölmargir efnisflokkar standa lánþegum til boða, líkt og í hefðbundnu bókasafni. Þar er að finna spennusögur, ævisögur, efni fyrir börn og margt fleira. Þannig ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrir þá sem vilja prufa heima þá eru frekari leiðbeiningar hér.

 Vertu velkomin/n!