ágú

Þetta vilja börnin sjá

Þetta vilja börnin sjá

Sýningin Þetta vilja börnin sjá opnar á Amtsbókasafninu í ágúst. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barnabókum en markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum. Sýning þessi hefur verið haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík síðan árið 2002.

Myndir sýnenda eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og gefur að líta verk bæði gamalreyndra teiknara sem fyrir löngu eru vel þekktir í heimi íslenskra barnabókmennta, sem og glæný verk myndhöfunda sem nú sýna í fyrsta sinn. 


Myndskreytarar:

Andri Kjartan Andersen
Ari Hlynur Guðmundsson Yates
Auður Þórhallsdóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Brynhildur Jenný Bjarnadóttir
Elín Elísabet Einarsdóttir
Elsa Nielsen
Freydís Kristjánsdóttir
Hafsteinn Hafsteinsson
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir
Heiðdís Helgadóttir
Katrín Matthíasdóttir
Kristín Arngrímsdóttir
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Lára Garðarsdóttir
Linda Ólafsdóttir
Lína Rut Wilberg
Logi Jes Kristjánsson
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
María Sif Daníelsdóttir
Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson
Sigrún Eldjárn
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir
Þórir Karl Bragason Celin

 

 

Sjón er sögu ríkari!