ágú-sep

Sýning | ARTMONEY NORD

Sýning | ARTMONEY NORD

SÝNINGAROPNUN Á AMTSBÓKASAFNINU
10. ágúst kl. 15:00 

ARTMONEY NORD opnar sýningu á Amtsbókasafninu. 

Hópurinn ARTMONEY NORD hefur það að markmiði að vekja athygli á listapeningum (artmoney) í Norðri. 

Á sýningunni verða til sýnis seðlar sem listamenn í hópnum ARTMONEY NORD hafa skapað.Hver seðill er af stærðinni 18x22 cm og virkar sem gjaldmiðill til listaverkakaupa á meðal þátttakenda verkefnissins. 

Sýningin opnar 10. ágúst kl. 15:00 og af því tilefni verður boðið upp á listamannaspjall og fjölskyldusmiðju í framhaldi opnunar, þar sem börnum og fullorðnum býðst að mála og föndra í skapandi samveru.

Sýningin stendur til 7. september. 

Verið hjartanlega velkomin!

 

Sjá reglurnar sjö um Artmoney hér : http://artmoney.org/about/the7rules

Sjá meira um verkefnið hér: https://artmoneynord.wordpress.com/

Listi yfir þátttakendur: https://artmoneynord.wordpress.com/artists/