jan-maí

Sögustund á fimmtudögum

Sögustund á fimmtudögum

Sögustundir eru á fimmtudögum kl: 16.30 í barnabókadeild.

Í sögustundum eru lesnar 1-2 bækur og svo er boðið upp á létt föndur, leiki eða verkefni. Einnig eru litablöð og litir í boði.

Sögustundirnar byrja um miðjan september og eru fram í desember. Hefjast svo aftur í janúar og eru fram í maí.

Yfir vetrartímann eru einnig sögustundir (eða aðrar uppákomur) einn laugardag í mánuði kl. 14 í barnadeildinni, á Orðakaffi (sem staðsett er á 1. hæð safnsins) eða úti í bæ. Sögustundirnar eru auglýstar inni á Amtsbókasafni og á Facebook-síðu safnsins.