jan-feb

Ævintýrastyttur Hreins Halldórssonar

Ævintýrastyttur Hreins Halldórssonar

Sýning á tréstyttum Hreins Halldórssonar 9. janúar - 24. febrúar

 

Bakgarðurinn hjá Hreini Halldórssyni í Oddeyrargötunni hér á Akureyri er sannkallaður ævintýraheimur. Hreinn nýtir frítíma sinn í að smíða og mála styttur í öllum stærðum og gerðum. Efniviðurinn í stytturnar kemur allstaðar að. Hann fær gefins afganga af smíðaverkstæði í bænum, klippir sundur jólaskraut og fer í reglulegar verslunarferðir í Hertex. Útkoman er ævintýraleg! 

 

Frá 9. janúar til 24. febrúar munu nokkrar af styttum Hreins verða til sýnis á Amtsbókasafninu á Akureyri. Mjallhvít, Dimmalimm og fleiri - sjón er sögu ríkari!