Tómstundanámskeið

 

Vor 2021

Fylgist með á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg 

Skipulagt tómstundastarf hefur ótvírætt forvarnargildi þar sem starfið stuðlar að jákvæðum og þroskandi samskiptum, örvar félagsþroska og lýðræðisvitund ásamt því að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga. 

Á tómstundanámskeiðunum er lögð áhersla á sköpun á fjölbreyttum sviðum m.a. í sjónlistum, tré- og handverki. Þau standa til boða fyrir börn í 4., 5., 6., og 7. bekk grunnskóla og eru kennd á milli kl 15 - 18, annars vegar í Punktinum undir leiðsögn list-, og handverkleiðbeinenda og hinsvegar á vegum sjálfstæðra kennara/leiðbeinanda og stofnana/fyrirtækja haust- og vorönn.

Námskeið í boði

Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum Nóra kerfið og falla undir frístundastyrkinn (börn fædd 2003 til og með 2014) að upphæð kr. 40.000 (1. jan- 31.des)

Ef óskað er eftir aðstoð má senda póst á tomstund@akureyri.is 

Síðast uppfært 05. febrúar 2021