Námskeið haustið 2020

Í haust verður fjölbreytt úrval námskeiða í boði hjá Punktinum svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Fylgist með myndefni og fréttum af námskeiðum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Við erum einnig á instagram  fylgist með daglegum uppfærslum 

Til þess að efla og bæta tómstundastarfið höfum við gert nokkrar breytingar á námskeiðunum sem að við vonumst til þess að hafi jákvæð áhrif á reynslu nemenda og foreldra:

  • skráning á námskeið fer fram í gegnum Nóra í opnum hópum yfir haustönnina
  • einstök námskeið hafa viðmið um aldur; yngri (4.-5.b) og eldri (6.-7.b) í samræmi við efni og innhald námskeiða.
  • ákveðin námskeið eru stærri / lengri (2-4 vikur)

Skráning á námskeið

Fjársjóðsleitin

4. - 5. bekkur 

Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Sjálfsstyrkinganámskeið í sjóræningjastíl!
Krakkarnir útbúa sinn eigin sjóræningja, fara í hlutverk, búninga, hanna skip og fara i fjársjóðsleit ☠️
Verkefnin byggja á hugrænni atferlisfræði og krakkarnir fara í sjóræningjaleiki sem vinna með sjálfsmyndina, styrkleika og fyrirmyndir, markmið, félagsfærni, fjársjóði og fleira skemmtilegt.

Tímabil 14. sep - 10. des.
Námskeiðið er sex skipti og verður í Rósenborg á 4.hæð

verð: 12000kr

Strákahópur
Leiðbeinandi: Gerður Ósk Hjaltadóttir
mánudag og miðvikudag kl 15 - 16:30

Stelpuhópur
Leiðbeinandi: Ingibjörg Ósk Pétursdóttir
þriðjudag og fimmtudag kl 15 - 16:30

Ís- og Salatgerðin

FULLT! -stefnum á að endurtaka námskeið eftir áramót!

Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir kennir krökkunum að setja saman ljúffenga safa og salöt. Lokadaginn fá krakkarnir að búa til ís frá grunni.

Tímabil 14. sep - 16. des. Námskeiðið eru þrjú skipti, á mánudögum, miðvikudögum og þriðjudögum kl 15-16:30, í Salatgerðinni Kaupangi.

verð; 8500kr

Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Samsuðulist

4. - 5. bekkur

Leiðbeinandi: Bryndís Fanný Halldórsdóttir, list- og handverksleiðbeinandi. 
Við notum stórar og smáar hreyfingar; málum, teiknum, slettum, rífum og límum svo úr verði ævintýraleg dýraandlit.
Tímabil 14. sep - 16. des.

Námskeiðið eru fjögur skipti, kennd mánudag og miðvikudag kl 15 - 16:30, í Punktinum Rósenborg á 1.hæð.

verð; 8500kr

 Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Tálgun

  

Leiðbeinandi: Ólafur Sveinsson, myndlistamaður og kennari.
Farið verður í grunn-atriði hnífsins, hvernig er hnífnum beitt og tæknina. Tálgaðar litlar fígúrur t.d. fuglar, karlar eða annað skemmtilegt.
Tímabil 14. sep - 16. des. Námskeiðið eru fjögur skipti, kennd mánudag og miðvikudag. kl. 16:30-18 á smíðastofu Punktsins í Rósenborg á 1.hæð.

verð; 6900kr

Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Tæknilegó

Leiðbeinandi: Jón Aðalsteinn Brynjólfsson, náttúrufræðikennari.
Setjum saman NXT2 LEGO vélmenni. Tengjum við tölvur, forritum og fjarstýrum. Látum svo vélmennin keppa. Foreldrum er velkomið að koma og horfa á í síðasta tíma.
Tímabil 14. sep - 16. des.
Námskeiðin eru þrjú skipti, kennd mánudaga - þriðjudaga - miðvikudaga kl 16:30 - 18 í Rósenborg.

LEGO verður á 3ju hæð Rósenborg í stofu 6
Merkt "Stofa 6 Jón Aðalsteinn"

verð; 6900

Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Listabók (blönduð tækni)

6. - 7. b.

Leiðbeinandi: Edda Gunnarsdóttir, list–og handverksleiðbeinandi.
Við vinnum með ólíka miðla og endurnýtanlegan efnivið. Við útbúum bækur (art journal) og notum blandaða tækni (mixed media), fjölbreyttar áferðir, texta og teikningu. Tímabil 14. sep - 2. des.
Námskeiðið eru átta skipti og kennd í tveimur hópum

  • Listabók I: mánudaga og miðvikudaga, kl 15 - 16:30, í barnastofu Punktsins í Rósenborg á 1.hæð.
  • Listabók II: þriðjudaga og fimmtudaga, kl 15 - 16:30, í barnastofu Punktsins í Rósenborg á 1.hæð.

verð; 14900kr

Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

 

Símaveski

Leiðbeinandi: Súsanna Kristinsdóttir, list–og handverksleiðbeinandi.

Krakkarnir hanna og sauma símaveski úr ýmsum efnum, skinni og skrauti.

Tímabil 14. sep - 16. des. Námskeiðið eru fjögur skipti, kennd mánudag og miðvikudag kl 15 - 16:30, í saumastofu Punktsins í Rósenborg á 1.hæð.

verð; 4500kr

Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Dýr í útrýmingahættu

  

Leiðbeinandi: Ólafur Sveinsson, myndlistamaður og kennari.

Nýtt námskeið hjá Óla þar sem verður fjallað um stöðu á dýrum í útrýmingarhættu, hvers vegna og hvað eru mörg eftir á meðan nemendur velja sér dýr, tálga þau og sverfa.
Tímabil 14. sep - 16. des. Námskeiðið eru fjögur skipti, kennd þriðjudaga og fimmtudaga. kl. 16:30-18 á smíðastofu Punktsins í Rósenborg á 1.hæð.
Verð: 6900kr

Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Geómetrísk dýr

6. - 7. b. 
Leiðbeinandi: Bryndís Fanný Halldórsdóttir, list- og handverksleiðbeinandi.
Við búum til geómetrísk form með mörgum beinum línum og fylgjumst með dýrunum koma fram með notkun lína og lita. Myndin fer svo í veglegum ramma upp á vegg.

Tímabil 14. sep - 10. des. Námskeiðið eru fjögur skipti, kennd þriðjudaga og fimmtudaga kl 15 - 16:30, á Punktinum í Rósenborg á 1.hæð.

verð; 8500kr

Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

Brjóstsykursgerð

Leiðbeinendur: Oddný Kristjánsdóttir og Bergþóra Anna Stefánsdóttir, list- og handverksleiðbeinendur.

Við búum til ýmsar tegundir af dásamlegum brjóstsykri.

Námskeiðið er tvö skipti, kennd mánudaga og miðvikudaga kl 15 - 16:30 á 2.hæð í Rósenborg.

verð; 4500kr

Fylgist með fréttum á síðunni okkar Tómstundastarf Rósenborg

 

 

 

Síðast uppfært 23. nóvember 2020