Punkturinn

Punkturinn er almenn handverks- og tómstundamiðstöð, opin öllum almenningi. Meginmarkmið Punktsins er að gera fólki kleift að sækja námskeið hjá fag- og/eða listafólki og fá undirstöðuatriði í þekkingu á hverskonar handverki sem verið er að bjóða uppá ásamt því að bjóða upp á opna vinnuaðstöðu til handverksiðkunar. Eftir að námskeiði lýkur er auðveldara fyrir einstaklinginn að sækja opið starf á Punktinum á opnunartíma, að nýta sér aðstöðuna og hefja sjálfstæð vinnubrögð en hann mun að sjálfsögðu áfram geta fengið leiðsögn og hverskonar aðstoð hjá starfsfólki Punktsins. 

Umsjónarmaður: Halla Birgisdóttir
Sími: 460-1244 
Netfang: punkturinn@akureyri.is 
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu punktsins og á facebook.

Síðast uppfært 01. febrúar 2017