Upplestur í Flóru

Myndlistarmaðurinn Ásmundur Ásmundsson mun lesa upp úr bók sinni Kæru vinir/Dear friends í dag, föstudag, kl. 17.00 í Flóru. Ásmundur var einn þriggja myndlistarmanna sem tilnefndir voru til Íslensku sjónlistaverðlaunanna 2012. Kæru vinir/Dear friends inniheldur fjörbreyttar tækifærisræður sem Ásmundur hefur flutt við hin ýmsu tilefni. Hann hefur gefið út nokkrar bækur og skrifað greinar í blöð og tímarit. Aðgangur er ókeypis og upplesturinn stendur frá kl. 17.00-17.30.

Flóra er staðsett í Hafnarstræti 90 og er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan