Undirbúningur fyrir AK-Extreme hafinn

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer fram á Akureyri 6.- 9. apríl í Gilinu og í Hlíðarfjalli. Stærsti einstaki viðburðurinn er án efa Eimskips gámastökkið sem fram fer efst í Gilinu á laugardagskvöld og er vinna hafin við að koma fyrir ógnarstórum og háum stökkpalli. Vegna undirbúningsins verður umferð við Laugagötu takmörkum frá mánudegi og fram yfir viðburði. Gilið verður lokað föstudagskvöld kl. 21-22.30 og laugardagskvöld kl. 21-23.

Dagskrá AK-Extreme er sem hér segir:

Fimmtudagur: 
Pallaparkið opið í Hlíðarfjalli
19.00 King/Queen of the hill með grillpartý í Hlíðarfjalli

Föstudagur:
Pallaparkið opið í Hlíðarfjalli
21.00 Burn Jib Session í Gilinuá  Akureyri (sama stað og gámastöllið)

Laugardagur:
Pallaparkið opið í Hlíðarfjalli
Kl. 21.00 EIMSKIPS Gámastökk í Gilinu á Akureyri
Bein útsending í opinni dagskrá á STÖÐ 2 SPORT

Sunnudagur:
Pallaparkið opið í Hlíðarfjalli
Kl. 13.00 FIMAK- AKX PARKOUR. Keppnin fer fram í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla (fimleikahúsið) og opnar húsið kl. 12.00

 Allar nánari upplýsinga um AK-Extreme má finna á heimasíðunni http://www.akx.is/og á Facebooksíðu viðburðarins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan