Sumardagurinn fyrsti

Eyfirski safnadagurinn er í dag, sumardaginn fyrsta. Af því tilefni er opið á Minjasafninu og í skáldahúsunum, Sigurhæðum, Nonnahúsi og Davíðshúsi, frá kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis. Á Minjasafninu og í Minjasafnsgarðinum verður að venju farið í sumarleiki og sumri fagnað.

Á Minjasafninu standa yfir sýningarnar Land fyrir stafni, Akureyri bærinn við Pollinn, Með kveðju... myndheimur íslenskra póstkorta 1898-2915 og Listakonan í Fjörunni.

Gestum verður boðið að búa til landakort í vinnustofu kortagerðamanns, vefurinn Sarpur.is verður kynntur og fólk getur sent sína eigin sumarkveðju með póstkortum frá Minjasafninu.

Facebooksíða Eyfirska safnadagsins.

Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Gleðilegt sumar!

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan