Vorsýning Skógarlundar

Árleg vorsýning Skógarlundar verður haldin þriðjudaginn 15. júní, frá kl. 10.00-15.30. Opið hús verður í Skógarlundi og til sýnis og sölu verða allir listmunir sem fólkið í Skógarlundi hefur unnið síðastliðið ár og lengur. Meðal muna verða leir-, gler- og trémunir ásamt vegglistaverkum og eldpappakubbum sem unnir eru úr tættum pappír. Í boði verða vöfflur og kaffi gegn vægu gjaldi ásamt tónlist sem verður spiluð kl. 10.45 og 14.30.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan