Virkið bætir þjónustu við ungt fólk

Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri tekur við styrknum úr hendi Vigdísar Jónsdóttur framkvæmdastjóra VI…
Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri tekur við styrknum úr hendi Vigdísar Jónsdóttur framkvæmdastjóra VIRK. Mynd af heimasíðu VIRK.

Í lok nóvember sl. hlaut Virkið í Ungmennahúsinu Rósenborg 1.000.000 kr. í styrk úr VIRK starfsendurhæfingarsjóði en sjóðurinn veitir slíka styrki tvisvar á ári til virkniúrræða, rannsókna- og þróunarverkefna.

Virkið starfar sem þjónustuborð á Eyjafjarðarsvæðinu með hagsmuni einstaklinga á aldrinum 16-20 ára að leiðarljósi. Markmiðið er að bæta þjónustu við ungt fólk á krossgötum með því að auðvelda aðgengi fyrir notandann, veita snemmtæka íhlutun, minnka líkur á að fólk falli á milli kerfa, samþætta þjónustu og úrræði, auðvelda tilvísunaraðilum að koma málum í réttan farveg og móta virkniúrræði. Nýlega skrifaði VIRK undir samstarfssamning um þetta verkefni ásamt öðrum heilbrigðis- og velferðarstofnunum á Eyjarfjarðarsvæðinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan