Virk efri ár og meiri lífsgæði

Næstkomandi sunnudag verður haldin sérstök kynning á verkefninu „Virk efri ár“ sem ætlað er að styðja við heilsueflingu eldri íbúa sveitarfélagsins. Kynningin fer fram í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi frá kl. 15-16.

Rannsóknir hafa sýnt að regluleg hreyfing skiptir afar miklu máli þegar kemur að því að bæta eigin heilsu og auka lífsgæði. Á kynningunni í Hofi verður áhersla lögð á að miðla upplýsingum um fjölbreytt og skemmtileg tækifæri til hreyfingar. Fjallað verður almennt um mikilvægi þess að fólk yfir 60 ára sé virkt, stundi holla útivist og hreyfingu, til að halda heilsu eins lengi og frekast er kostur.

Kór Félags eldri borgara á Akureyri flytur nokkur lög á samkomunni.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan