Vinnusvæði og götulokun á Drottningarbrautarreit

Framkvæmdir eru að hefjast syðst á Drottningarbrautarreit og því þarf að takmarka umferð um svæðið.

Breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits, sem nær til Hafnarstrætis 80 og Austurbrúar 10-12, var samþykkt í ágúst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Gert er ráð fyrir 60-70 íbúðum auk íbúðahótels ásamt verslunar- og þjónustustarfsemi.

Samþykkt hefur verið að vinnusvæði verði afmarkað og girt af í samræmi við meðfylgjandi mynd. Austurbrú verður lokuð til suðurs frá húsi númer 6-8 og enginn innakstur verður frá Hafnarstræti við Drottningarbraut (syðst á framkvæmdareitnum).

Gert er ráð fyrir að svæðið verði lokað af með þessum hætti þar til búið er að steypa upp öll hús við Austurbrú sem getur tekið 1,5 til 2 ár.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan