Vinnustofur og sýningarrými til leigu

Húsnæðið sem um ræðir. Vinstra megin er stórt rými fyrir vinnustofur og forstofa. Hægra megin á mynd…
Húsnæðið sem um ræðir. Vinstra megin er stórt rými fyrir vinnustofur og forstofa. Hægra megin á myndinni er rýmið þar sem áður var Mjólkurbúðin og Jónas Viðar Gallerí og aðstaða þar inn af.

Listasafnið á Akureyri hefur til leigu tvö mismunandi rými fyrir listamenn á Akureyri. Rýmin eru hugsuð sem vinnustofur og sýningarrými sem reglulega væru opin almenningi. Þar væri boðið upp á viðburði og starfssemin sem þar færi fram þyrfti að tengjast og vera í samvinnu við aðra starfssemi í Listagilinu.

Húsnæði til leigu:

1. Rými að stærð 60 m2
þar sem áður var Mjólkurbúðin og Jónas Viðar Gallerí. Mánaðarleiga er 80.000 kr.

2. Rými að stærð 110 m2
þar sem áður voru geymslur Listasafnsins. Mánaðarleiga er 110.000 kr.

Húsnæðið leigist frá 15. ágúst 2018 til 4 ára að uppfylltum skilyrðum. Tilboðum skal skilað á listak@listak.is fyrir 10. júlí 2018. Þriggja manna dómnefnd velur úr innsendum umsóknum.

Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 2. júlí kl. 16 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Þar verður húsnæðið sýnt og spurningum svarað.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan