Vinnuskóli Akureyrar

Starfsmenn vinnuskólans að störfum.
Starfsmenn vinnuskólans að störfum.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Vinnuskóla Akureyrar og rennur umsóknarfrestur út 15. maí n.k.
Í vinnuskólanum starfa 14-17 ára unglingar.

Ungmenni sem eru 14 og 15 ára starfa í vinnuhópum víðsvegar um bæinn. Hóparnir hafa aðstöðu í grunnskólum bæjarins og mæta við sinn grunnskóla við upphaf dags.
Vinna 16 og 17 ára unglinga fer fram hjá frjálsum félagsamtökum og stofnunum Akureyrarbæjar og felst að mestu í gróðurumhirðu.
Nánari upplýsingar um vinnuskólann eru á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Sækja þarf um vinnuskólann rafrænt á vef bæjarins www.akureyri.is. Athugið að þegar sótt er um þarf að gefa upp bankareikning sem er á kennitölu umsækjanda.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan