Vinalega þjóðlistahátíðin Vaka

Anna Fält frá Finnlandi kemur fram á kvöldtónleikum í Hofi á föstudagskvöld. Kynnið ykkur alla dagsk…
Anna Fält frá Finnlandi kemur fram á kvöldtónleikum í Hofi á föstudagskvöld. Kynnið ykkur alla dagskrána á heimasíðunni www.thjodlist.is/vakais.

Þjóðlistahátíðin Vaka stendur nú yfir á Akureyri í góðu samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri, Akureyrarstofu, Menningarfélag Akureyrar og fleiri. Boðið er upp á spennandi tónleika, námskeið, samspil og hugvekjur.

Á Vöku 2018 verða opnir kaffitónleikar á Bláu könnunni, kvöldtónleikar í Hömrum í Hofi, námskeið í dansi, söng og hljóðfæraleik, hádegishugvekjur og samspilsstundir í Hofi og á Götubarnum. Einnig verða tónleikar með listamönnum Vöku í byggðarlögum í nágrenni Akureyrar.

Harmonikutónlist, gömlu dansarnir og þjóðdansar verða í forgrunni auk rímnalaga og koma á hátíðina listamenn frá Noregi, Englandi, Hjaltlandseyjum og Finnlandi. Félag Harmonikuunnenda við Eyjafjörð og Dansfélagið Vefarinn á Akureyri verða áberandi á Vöku 2018, en auk þeirra kemur á Vöku 2018 hópur þjóðdansara og harðangursfiðluleikara frá Noregi og Danshópurinn Sporið ásamt sínum nikkurum kemur frá Borgarfirðinum.

Dagskrá hátíðarinnar og heimasíða Vöku.

Miðasala Vöku á Akureyri fer í gegnum miðasölu MAk í Hofi sem er opin virka daga frá klukkan 12-18 og þremur klukkustundum fyrir viðburði. Einnig er að sjálfsögðu hægt að kaupa miða í gegnum heimasíðu MAk.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan