Vilt þú taka þátt í afmælisveislunni?

Afmælishátíð bæjarins, Akureyrarvaka, verður haldin helgina 24.-25. ágúst nk. Bæjarbúum er boðið að taka þátt í henni með einum eða öðrum hætti.

Ertu með hugmynd? Er hún spennandi, nýstárleg, ævintýraleg, hugguleg, litrík, hljómfögur, öðruvísi, metnaðarfull og á erindi við bæjarbúa og gesti, jafnt smáa sem stóra, jafnt unga sem aldna?

Ertu með viðburð? Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga taka þátt í Akureyrarvöku með viðburðum á hverju ári. Tilvalið tækifæri til að láta ljós sitt skína í afmælisveislu Akureyrarbæjar.

Viltu sjást í fjöldanum? Fjöldi bakhjarla styður við eina stærstu hátíð bæjarins. Frábær leið til að auka sýnileika þinn og fyrirtækis þíns í höfuðstað Norðurlands. Kynntu þér leiðirnar sem í boði eru.

Sendu starfsfólki Akureyrarstofu línu á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is eða hringdu í síma 460-1157.

Síðasti dagur til að vera með í prentuðum bæklingi er 29. júlí.

Hægt er að taka þátt í netútgáfu dagskrárinnar til 22. ágúst.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan