Vilt þú starfa með börnum og ungmennum?

Akureyrarbær auglýsir um þessar mundir fjölbreytt störf sem tengjast börnum og ungmennum á einn eða annan hátt.

  • Heilsuleikskólinn Krógaból leitar að matreiðslumanni eða matartækni í 100% stöðu. Krógaból er fimm deilda skóli með 94 nemendur og 30 starfsmenn. Nánar hér.
  • Samfélagssvið Akureyrarbæjar óskar eftir því að ráða verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags í 70% starf. Verkefnastjórinn vinnur að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ber ábyrgð á framkvæmd og eftirliti með aðgerðaáætlun, sinnir ýmisskonar fræðslu og er tengiliður barna við stjórnsýslu sveitarfélagsins. Nánar hér.
  • Lausar eru til umsóknar tvær 75% stöður kennara við Giljaskóla út skólaárið 2021-2022. Um er ræða kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku og eru nýkomnir landsins. Leitað er að metnaðarfullum kennurum sem sýnt hafa árangur í störfum sínum og leggja áherslu á vellíðan og árangur nemenda. Nánar hér.
  • Leikskólinn Iðavöllur auglýsir eftir leikskólakennara/sérkennara, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa eða starfsmanni með aðra háskólamenntun í 75-87,5% stöðu í sérkennsluteymi. Iðavöllur er fjögurra deilda leikskóli með einkunnarorðin „Þar er leikur að læra“. Nánar hér.

Smelltu hér til að skoða öll laus störf hjá Akureyrarbæ. Athugið að einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan