Vilt þú rækta grænmeti í sumar?

Fólk á öllum aldri getur ræktað grænmeti í Matjurtagörðum Akureyrar.
Fólk á öllum aldri getur ræktað grænmeti í Matjurtagörðum Akureyrar.

Enn eru nokkrir lausir matjurtagarðar sem Akureyringum gefst kostur á að leigja af sveitarfélaginu og nota til að rækta eigið grænmeti í sumar.

Umsóknarfrestur var upphaflega til og með 15. mars. Þrátt fyrir margar umsóknir, og fleiri en oft áður, eru enn nokkrir garðar lausir til úthlutunar og hefur því verið ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til og með 27. mars.

Þetta eru 15 fermetra matjurtagarðar sem hver og einn hefur til umráða, staðsettir við Ræktunarstöðina syðst í bænum og kostar 4.900 krónur að leigja garð. Innifalið eru leiðbeiningar og ráðgjöf.

Sótt er um á netfangið gardur@akureyri.is eða í síma 460-1108. Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda.

Fólk er hvatt til að nota þetta tækifæri, rækta eigið grænmeti og stuðla þannig að kolefnisjöfnun og sjálfbærni. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan