Vilt þú byggja í Hagahverfi?

27 nýjar íbúðarhúsalóðir í Hagahverfi eru lausar til útlutunar. Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar í desember 2019.

Þetta eru nítján einbýlishúsalóðir; við Margrétarhaga, Matthíasarhaga og Nonnahaga, og átta raðhúsalóðir; við Kristjánshaga, Margrétarhaga, Nonnahaga og Steindórshaga.

Umsóknarfrestur er til og með 18. september 2019. Eingöngu er hægt að sækja um lóðir rafrænt í gegnum íbúagátt á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Myndrænt yfirlit á einum stað
Hægt er að finna ýmsar upplýsingar um lausar lóðir hér á heimasíðunni. Þá hefur verið gerð sú breyting á kortasjá Akureyrarbæjar að nú er hægt að sjá myndrænt yfirlit yfir lausar lóðir, meðal annars í Hagahverfi. Er það einfaldlega gert með því að haka í lausar lóðir á valmyndinni til hægri.

Kortasjáin býður nú upp á nýjan möguleika - lausar lóðir.

Með því að klikka á lausa lóð sprettur upp gluggi með ýmsum upplýsingum, um stærð, fjölda íbúða og fleira. Þar er einnig tengill yfir í íbúagáttina, þar sem sótt er um lóðir.

Upplýsingar um lóðir og tengill á íbúagátt

Vinsamlegast athugið að þessi síða, lausar lóðir, er enn í vinnslu. Ekki er víst að allar lóðir sem eru í auglýsingu séu komnar þangað inn, en unnið er að því hörðum höndum að samkeyra kerfi svo að íbúar og aðrir áhugasamir geti séð upplýsingar um allar lausar lóðir, myndrænt, á einum stað.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan