Viðhald gatna í sumar

Hríseyjargata og Eyrarvegur eru meðal gatna sem verða lagaðar í sumar.
Hríseyjargata og Eyrarvegur eru meðal gatna sem verða lagaðar í sumar.

Á næstu vikum verður ráðist í viðhald á malbikuðum götum á Akureyri. Samtals nemur vegalengdin sem framkvæmdir ná til hátt í þremur kílómetrum á 12 stöðum í bænum.

Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins á að verja 129 milljónum króna í viðhald malbikaðra gatna. Undir málaflokkinn falla yfirbræðslur, holufyllingar, lagfæringar á kantsteinum og hraðahindrunum og ófyrirséð viðhald.

Verktími er áætlaður frá byrjun júní og fram í ágúst. Nánari tímasetningar fyrir einstakar götur liggja ekki fyrir á þessari stundu en stefnt er að því að upplýsa um framvindu og áætlun jafnóðum.

Sérstök áhersla verður lögð á góða upplýsingagjöf þegar loka þarf götum að hluta eða í heild. Athygli er vakin á heimasíðu bæjarins sem og samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter þar sem slíkar tilkynningar má finna.

Smelltu hér til að skoða áætlaðar gatnaframkvæmdir sumarsins eftir svæðum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan