Viðgerðir á gervigrasinu í Boganum

Ljósmynd: Páll Jóhannesson
Ljósmynd: Páll Jóhannesson

Viðgerðir á gervigrasinu í Boganum hófust í gær og halda áfram á miðvikudag og fimmtudag. 

Skipt var um gervigras í Boganum árið 2016. Akureyrarbær fékk nýverið ábendingar um að ástand vallarins hefði versnað til muna og þónokkrar skemmdir væru á gervigrasinu.

Viðgerðir voru fyrirhugaðar í desember en töfðust vegna seinkana á efni.

Nú er ráðist í nauðsynlegar lagfæringar í góðu samráði við þau íþróttafélög sem standa fyrir æfingum í húsinu. Fyrstu viðgerðir hófust raunar í gær en reiknað er með að megnið af verkefninu taki tvo daga. Stefnt er að því að gert verði við hluta vallarins á morgun, miðvikudag, og hluta á fimmtudag. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan