Viðburða- og vöruþróunarsjóður - síðasti séns

Mynd: María Helena Tryggvadóttir
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Frestur til að sækja um styrk í sérstakan viðburða- og vöruþróunarsjóð fyrir komandi ferðamannasumar á Akureyri rennur út á miðnætti á morgun, 3. júní.

Markmið sjóðsins eru:

  • Að efla viðburðahald og vöruþróun á Akureyri í ferðaþjónustu, menningarlífi sem og í íþrótta- og útivistargeira á árinu 2020
  • Að vega á móti neikvæðum afleiðingum COVID-19 heimsfaraldursins og styrkja Akureyri enn frekar í sessi sem áhugaverðan áfangastað fyrir innlenda gesti.

Mögulegt er að sækja um styrk til nýrra viðburða eða tilboða til ferðamanna en jafnframt er heimilt að sækja um vegna verkefna sem nú þegar eru í bígerð og þá til breytinga eða frekari þróunar í ljósi aðstæðna.

Hér eru nánari upplýsingar um viðburða- og vöruþróunarsjóðinn. 

Hér eru reglur sjóðsins. 

Styrkupphæðir geta verið á bilinu 100.000 – 1.000.000 kr.

Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2020.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar. Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Nánari upplýsingar veita Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála á Akureyrarstofu í netfanginu almara@akureyri.is eða Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri í netfanginu thorgnyr@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan