Vetrarkort í Fjallið með 23% afslætti

Vírinn sem fara á í nýju lyftuna bíður þess að verða þræddur upp á hjólin.
Vírinn sem fara á í nýju lyftuna bíður þess að verða þræddur upp á hjólin.

Sala vetrarkorta fyrir fullorðna í Hlíðarfjall hófst í síðustu viku og hefur gengið vonum framar enda er boðinn 23% afsláttur af verði kortanna fram að opnun skíðasvæðisins.

Nú er talsverður kuldi í kortunum og skilyrði til snjóframleiðslu verða væntanlega með besta móti um komandi helgi. Starfsfólk Hlíðarfjalls er í óða önn að undirbúa snjóframleiðsluna en í ýmsu öðru er að snúast fyrir komandi vertíð. Stærsta verkefnið í Fjallinu um þessar mundir er að sjálfsögðu uppsetning nýju stólalyftunnar en framkvæmdum miðar vel og stefnt er að því að hún verði tekin í notkun fljótlega eftir áramótin. Nýja lyftan er 1.147 metra löng og fallhæðin 374 metrar.

Vetrarkort í Hlíðarfjall fyrir fullorðna kosta 38.500 kr. í forsölu en fullt verð er 49.900 kr.

Smelltu hér til að fara á miðasöluvef Hlíðarfjalls þar sem kaupa má vetrarkort fyrir fullorðna með 23% afslætti.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan