Vegna COVID-19 smita í grunnskólum bæjarins

Staðfest er að 12 börn í grunnskólum Akureyrarbæjar eru með COVID-19 smit og eru fleiri en 250 börn og 33 starfsmenn skólanna komin í sóttkví vegna þessa.

Skólastarf verður með eðlilegum hætti á morgun, föstudaginn 1. október, en gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana í öllum grunnskólum bæjarins og sameiginlegum viðburðum sem ekki eru hluti af daglegu skólastarfi hefur verið frestað.

Rakning vegna þeirra smita sem upp hafa komið stendur yfir. Hér eftir sem hingað til verður fyrirmælum rakningarteymis fylgt í hvívetna en engin fyrirmæli um takmarkanir á skólastarfi hafa enn sem komið er borist frá rakningarteymi eða sóttvarnaryfirvöldum. Ef slík fyrirmæli berast þá verður brugðist skjótt við og upplýsingum komið hratt og örugglega á framfæri.

Fólk er hvatt til að skrá sig og börn sín strax í sýnatöku finni það fyrir einkennum. Sjá nánar á heimasíðunni Covid.is. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan