Vegleg bókagjöf frá Lions

Frá afhendingu bókagjafarinnar 29. nóvember sl. í Brekkuskóla.
Frá afhendingu bókagjafarinnar 29. nóvember sl. í Brekkuskóla.

Í lok nóvember gaf Lionshreyfingin á Íslandi veglega bókagjöf til grunnskóla Akureyrarbæjar, gjöf sem svo sannarlega kemur að góðum notum. Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar, þakkaði gjöfina fyrir hönd bæjarins og minnti á að hið góða sjálfboðaliðastarf sem félagssamtök á við Lions vinna er ómetanlegt fyrir samfélagið.

Tilefni gjafarinnar var að alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, Guðrún Björt Yngvadóttir, heimsótti 6. umdæmi hreyfingarinnar á Íslandi sem nær frá Siglufirði til Vopnafjarðar. Á því svæði starfa 9 Lionsklúbbar með yfir 200 félögum. Allir grunnskólar á svæðinu fengu ákveðna fjárhæð að gjöf miðað við fjölda nemenda.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan