Úti alla nóttina

Næsta helgi er sú síðasta sem lyfturnar verða opnar þennan veturinn á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Þá verður öllu til tjaldað og lyfturnar opnar frá kl. 14 á föstudaginn til kl. 16 á laugardag.

"Við köllum þetta "Úti alla nóttina" og látum lyfturnar rúlla hring eftir hring í 26 klukkustundir," segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli. "Auðvitað snýst þetta fyrst og fremst um að renna sér og kveðja frábæran skíðavetur en það verður einnig lifandi tónlist á föstudagskvöldið, pylsupartí og alls konar fleira skemmtilegt."

Heimasíða Hlíðarfjalls.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan