Útboð á ófyrirséðu viðhaldi 2019-2020

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í einingaverð á tímavinnu vegna ófyrirséðs viðhalds.
Um er að ræða vinnu á eftirtöldum fagsviðum: Trésmíði, málun, raflögn, pípulögn, dúkalögn, blikksmíði, stálsmíði og múrverki.

Útboðsgögn verða afhent bjóðendum í tölvupósti í gegnum netfangið umsarekstur@akureyri.is frá og með mánudeginum 26. nóvember 2018.

Tilboðum skal skila fyrir kl. 11:00 mánudaginn 10. desember 2018 til Umhverfis- og mannvirkjasviðs, 4. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9. 
Tilboð verða opnuð á sama tíma í fundarsalnum á 1. hæð Ráðhússins að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan