Upptökur bæjarstjórnarfunda - verðkönnun

Akureyrarbær óskar eftir áhugasömum aðila til að taka upp fundi bæjarstjórnar. Í verkinu felst upptaka á hljóði og mynd, öll eftirvinnsla og miðlun á vef. 

Bæjarstjórnarfundir eru haldnir í fundarsal í Ráðhúsi, að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar kl. 16. 

Tímabilið sem um ræðir er september 2022 til og með desember 2024. 

Nánari upplýsingar ásamt verk- og kröfulýsingu veitir Jón Þór Kristjánsson, forstöðumaður þjónustu og þróunar, í netfanginu jon.thor@akureyri.is

Tilboðsfrestur er til og með 24. ágúst næstkomandi. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan