Upptaka frá kynningarfundi um Holtahverfi norður

Rafrænn kynningarfundur var haldinn mánudaginn 21. september vegna deiliskipulags fyrir Holtahverfi norður - nýtt uppbyggingarsvæði í kringum Krossanesbraut.

Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs, kynnti tillöguna og hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu og svaraði spurningum. Notast var við fjarfundakerfið Zoom og var fundurinn öllum opinn. 

Hér er upptaka frá fundinum: 

Markmiðið með nýju deiliskipulagi er meðal annars að bjóða upp á íbúðir á einu fallegasta svæði Akureyrar, bæta umferðarskipulag á svæðinu og huga að nýjum gönguleiðum og útivistarsvæðum. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar og gögn. 

Akureyrarbær leggur mikla áherslu á að kynna deiliskipulagið vel með fjölbreyttum hætti og koma þannig til móts við mismunandi þarfir íbúa. Í síðustu viku var opið hús í menningarhúsinu Hofi þar sem var hægt að skoða hugmyndir að uppbyggingu á myndrænan og aðgengilegan hátt. Þá var íbúum og öðrum áhugasömum einnig boðið í göngutúr með leiðsögn um skipulagssvæðið.

Skipulagstillagan verður í kynningarferli til 2. október. Íbúar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum:

Við viljum heyra frá þér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan