Uppbyggingarsjóður úthlutar 80 milljónum

Úthlutun úr sjóðnum fór fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Úthlutun úr sjóðnum fór fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.

Föstudaginn 8. febrúar úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 80 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.

Akureyrarkaupstaður fékk úthlutað til þriggja verkefna; markaðsátaks fyrir Hrísey, vetrarferðamennsku í Grímsey og listavinnustofa Listasafnsins. Að auki standa deildir og stofnanir bæjarins að öðrum verkefnum sem hlutu stuðning úr sjóðnum; Ungskáldum 2019, Stulla stuttmyndahátíð og listahátíð ungs fólks á Norðurlandi eystra.

Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Samningurinn er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.

Uppbyggingarsjóði bárust samtals 132 umsóknir, þar af 50 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar.

Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 78 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 80 mkr. Samtals var sótt um tæpar 308 mkr.

Úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 2019.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan