Unnið gegn svifryksmengun

Unnið er að því að draga úr svifryksmengun sem mælist nú of mikil á Akureyri. Lögð er áhersla á að sópa og rykbinda stærstu umferðargöturnar.

Aðstæður eru með þeim hætti í dag að svifryksmengun gerir vart við sig. Há gildi hafa mælst síðustu klukkutímana á Akureyri eins og sjá má á loftgæðavef Umhverfisstofnunar, en þar er hægt að skoða nýjustu upplýsingar á klukkutíma fresti.

Unnið hefur verið að því í gær og í dag að stemma stigu við menguninni með götusópun og rykbindingu og er vonast til að þær mótvægisaðgerðir beri árangur áður en langt um líður. Þangað til er rétt að vara þá við sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum að stunda mikla útivist í nágrenni við stórar umferðargötur.

Það er mikið áherslumál hjá Akureyrarbæ að draga úr svifryksmyndun. Eins og sagt var frá nýverið hér á heimasíðunni þá er hafin greining á uppruna og samsetningu svifryks í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan