Unnið að snjómokstri

Snjómokstur í Innbænum í dag. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Snjómokstur í Innbænum í dag. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Mikið fannfergi er nú á Akureyri og mældist jafnfallinn uppsafnaður snjór um 105 sm við veðurathugunarstöðina við Þórunnarstræti kl. 9 í morgun. Alla helgina var unnið að snjómokstri í bænum en snjórinn var þungur og blautur og því gekk verkið hægar en vant er.

Verkstjórar bæjarins gera ráð fyrir að á morgun, þriðjudag, klárist að ryðja allar leiðir strætisvagna og helstu aðalgötur, einnig gangstíga sem merktir eru í fyrsta forgangi. Stefnt er að því að fyrir lok vikunnar verði búið að moka alla götur og þá stíga sem eru mokaðir.

Bæjarbúar eru beðnir um að moka frá sorpílátum og frá inngöngum húsa til að auðvelda þjónustuaðilum aðkomu og eru vegfarendur hvattir til að sýna varkárni í umferðinni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan