Ungmennaráð Akureyrarbæjar fullskipað

Fjórir nýir fulltrúar tóku í dag sæti í ungmennaráði bæjarins og er ráðið þar með fullskipað ellefu manns fyrir komandi starfsár. Mikill áhugi var á að taka þátt í störfum ráðsins, en alls bárust 53 umsóknir eða um tífalt fleiri en í fyrra.

Við val á nýjum fulltrúum var tekið tillit til samþykktar um ungmennaráð, en þar segir meðal annars að gæta skuli að sem jöfnustu hlutfalli drengja og stúlkna sem og mismunandi skólastiga. Markmiðið er að fulltrúar ráðsins endurspegli hið margbreytilega samfélag sem Akureyri er.

Þeim sem ekki komust í ungmennaráðið að þessu sinni er boðið að taka þátt í starfi málefnahópa. Þessir hópar eru nýjung og er ætlað að kalla fram mismunandi sjónarmið og gefa enn fleirum en áður tækifæri til að hafa áhrif á tiltekin málefni, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Hóparnir fjalla meðal annars um fræðslumál, umhverfismál, jafnréttismál og margt fleira.

Ungmennaráð Akureyrarbæjar 2020-2021:
Anton Bjarni Bjarkason – nýr í ráðinu
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
Helga Sóley Tulinius
Hildur Lilja Jónsdóttir
Ísabella Sól Ingvarsdóttir
Klaudia Jablonska. – ný í ráðinu
Rakel Alda Steinsdóttir
Stormur Karlsson – nýr í ráðinu
Telma Ósk Þórhallsdóttir
Þór Reykjalín Jóhannesson – nýr í ráðinu
Þura Björgvinsdóttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan