Umsóknir um leikskóla og umsóknir um flutning milli leikskóla.

Mynd eftir La-Rel Easter á Unsplash
Mynd eftir La-Rel Easter á Unsplash

Aðalinnritun í leikskóla á Akureyri hefst í byrjun marsmánaðar n.k. með því að foreldrar fá sent innritunarbréf í tölvupósti. Því er mjög mikilvægt að umsóknum um leikskólapláss verði skilað inn fyrir 15. febrúar n.k. Sótt er um á rafrænu formi á https://www.akureyri.is/is/thjonusta/menntun/leikskolar 

Foreldrum er bent á mikilvægi þess að yfirfara netföng sín vandlega í umsókninni.

Þeir foreldrar sem hafa hug á að flytja barn á milli leikskóla er bent á að mikilvægt er að umsóknum um flutning verði skilað inn fyrir 15. febrúar n.k. Ef umsóknum er skilað eftir 15. febrúar er ekki hægt að tryggja flutning á árinu. Þar sem verið er að skipta um leikskólakerfi í leikskólum bæjarins er ekki hægt að sækja rafrænt um flutning milli leikskóla. Hægt er að sækja um flutning hjá leikskólastjóra barnsins og á fræðslusviði Akureyrarbæjar í símum 460-1453 eða 460-1455 eða með því að senda tölvupóst á sesselja@akureyri.is

Reglur um leikskólaþjónustu er að finna hér https://www.akureyri.is/static/files/skoladeild/reglur/reglur-um-leikskolathjonustu.pdf

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan