Umsóknir í Menningarsjóð Akureyrar 2019

Mynd frá barnalistasmiðja í Hofi sem Menningarsjóður styrkti sumarið 2018.
Mynd frá barnalistasmiðja í Hofi sem Menningarsjóður styrkti sumarið 2018.

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð Akureyrar fyrir árið 2019.

Auglýst er eftir hugmyndum að verkefnum sem gerður yrði um samstarfssamningur til eins, tveggja eða þriggja ára í senn og einnig er hægt að sækja um verkefnastyrki til stakra verkefna sem auðga menningarlífið í bænum, hafa ákveðna sérstöðu og fela í sér frumsköpun. Umsóknarfrestur um samstarfssamninga og verkefnastyrki er til 6. febrúar nk.

Einnig er að venju auglýst eftir umsóknum um starfslaun listamanna og er umsóknarfrestur um þau til 13. febrúar.

Sami umsóknarfrestur er fyrir sumarstyrki en þeir styrkir eru nýir af nálinni. Markmið með sumarstyrkjum til ungra listamanna er að gera þeim kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína.

Auglýsing frá Menningarsjóði Akureyrar um styrkina.

Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs, samþykkt um starfslaun listamanna og Menningarstefna Akureyrarbæjar er að finna hér á Akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan