Umræða um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu

Fundir bæjarstjórnar Akureyrar fara fram í Menningarhúsinu Hofi.
Fundir bæjarstjórnar Akureyrar fara fram í Menningarhúsinu Hofi.

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar þriðjudaginn 18. september var meðal annars til umræðu að gefnu tilefni traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Hilda Jana Gísladóttir hóf umræðuna og ræddi m.a. traust almennings á ýmsum stofnunum samfélagsins og áhrif þess á lýðræðið, gagnsæi stjórnsýslu, upplýsingamiðlun og íbúasamráð.

Bæjarstjórn samþykkti að loknum umræðum eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar þakkar fyrir vandaða skýrslu og telur að í henni sé að finna ýmsar tillögur og útfærslur sem nýst geti sveitarstjórnarstiginu til að efla traust á stjórnmálum. Bæjarstjórn vísar skýrslunni til nánari umræðu í bæjarráði. Bæjarstjórn Akureyrar harmar hins vegar að í tillögum starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu sé engin umræða og engar tillögur um bætt samskipti ríkis og sveitarfélaga og skorar á forsætisráðherra að koma fram með áþreifanlegar tillögur sem hægt er að setja í ferli með það að augnamiði að bæta samvinnu ríkis og sveitarfélaga, landsmönnum öllum til heilla.

Skýrsla starfshóps um traust

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan