Umhverfismiðstöð óskar eftir tilboðum í bifreiðar og tæki

 Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar og tæki:

  • Volkswager Transporter dobbule cab Syncro 4x4 árgerð 1996
  • Ford Escort CLX árgerð 1999
  • Valmet 6400 árgerð 1996
  • Epoke PSL 6,5 árgerð 1987
  • Drifskaftsknúinn sand-/saltdreifari árgerð 2012
  • Wirtgen W350 malbiksfræsari árgerð 2000

Allar frekari upplýsingar um tækin veitir Jónas Vigfússon í gegnum netfangið jonasv@akureyri.is. Myndir af tækjunum má sjá hér að neðan. Smellið á þær til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli.

Tilboðum skal skila inn til Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 4. hæð fyrir klukkan 15.00 mánudaginn 4. desember 2017 í lokuðum umslögum merktum því/þeim tæki/tækjum sem tilboðið nær til. Tilboð verða opnuð á sama tíma og stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Heimilt er að senda tilboð í tölvupósti á netfangið dora@akureyri.is.

Volkswager Transporter dobbule cab Syncro 4x4 árgerð 1996 Ford Escort Valmet 6400 árgerð 1996 Epoke PSL 6,5 árgerð 1987 Drifskaftsknúinn sand-/saltdreifari árgerð 2012 Wirtgen W350 malbiksfræsari árgerð 2000

Umhverfis- og mannvirkjasvið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan