Umhverfis- og mannvirkjasvið auglýsir Prinoth T4S snjótroðara til sölu.

Umhverfis- og mannvirkjasvið óskar eftir tilboði í Prinoth T4S snjótroðara.

Snjótroðarinn er árgerð 2001, 320 hestöfl, 1.226 Nm, 9.0L Scania vél, þyngd 7.500 kg (með tönn, myllu og beltum) og notaður 10.544 vinnustundir.

Tækið er í ágætu ástandi miðað við aldur, myllan er mjög góð, tönn og belti í ágætu ásigkomulagi. Tækið hefur verið í eigu Hlíðarfjalls síðan það kom nýtt til landsins í desember 2003. Myllan er 5,5m á breidd. Tækinu fylgir þjónustuhandbók.

Upphaflega var snjótroðarinn með spili og notaður sem spiltroðari í kringum 800 tíma áður en það kom nýr spiltroðari í Hlíðarfjall, þá var spilið tekið af snjótroðaranum til að gera hann léttari og auðveldra fyrir tækið að skila góðu verki.

Tækið er í geymslu, búið er að afbelta, taka af tönn og myllu. Tækið er tilbúið fyrir flutning hvert á land sem er án þess að þurfa undanþágu og fylgd vegna breiddar.

Nánari upplýsingar um snjótroðarann eru gefnar í gegnum netfangið: brynjar.helgi@hlidarfjall.is

Tilboðum skal skilað rafrænt á netfangið umsarekstur@akureyri.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 14. mars 2023.

Umhverfis- og mannvirkjasvið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.


Spilið er ekki lengur á snjótroðaranum og fylgir ekki með