Umferðarljós áfram endurnýjuð

Hafin er vinna við að endurnýja umferðarljósin við gatnamót Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis.

Skipt verður um öll ljós, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, og settar LED perur. Þá verður skipt um hnappa að hluta og stjórntölva endurnýjuð.

Á meðan vinnunni stendur getur slokknað á umferðarljósunum annað slagið, en reynt verður eftir fremsta megni að hafa þau í gangi eins og hægt er.

Stefnt er að því að ljúka verkinu í þessari viku, fyrir helgi, en það gæti þó ráðist af veðri. 

Um þessar mundir er lögð mikil áhersla á að bæta umferðarljós í bænum. Í síðustu viku var lokið við endurnýjun gangbrautarljósa við Hörgárbraut. Eftir um það bil tvær vikur verður skipt um stjórntölvu við gatnamót Þingvallastrætis og Mýrarvegar. Þar er nú þegar búið að endurnýja ljós og takka.

Gatnamót Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan