Um grímunotkun starfsfólks Akureyrarbæjar

Mynd af Covid.is, heimasíðu embættis landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Mynd af Covid.is, heimasíðu embættis landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Vegna vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi eru það eindregin tilmæli frá bæjarstjóra og sviðsstjórum Akureyrarbæjar að starfsfólk sem hefur verið einhverra erinda á höfuðborgarsvæðinu eða öðrum skilgreindum áhættusvæðum vegna Covid-19, noti andlitsgrímur við störf sín hjá sveitarfélaginu í 7 daga eftir að heim er komið (lágmark 5 virka daga). Með þeim hætti sýnum við ábyrgð og minnkum líkur á því að við berum Covid-19 smit til samstarfsfólks okkar eða þeirra sem njóta þjónustu sveitarfélagsins.

Fólk sem er í móttöku eða afgreiðslustörfum á vegum Akureyrarbæjar, sem og starfsmenn heimaþjónustu, skulu ávallt bera andlitsgrímur við vinnu sína. Allt starfsfólk Öldrunarheimila Akureyrar og gestir sem heimsækja íbúa heimilanna, eiga að bera andlitsgrímur og gæta hér eftir sem hingað til að sóttvörnum í hvívetna. Á vinnustöðum þar sem húsnæði hefur verið hólfaskipt í þágu sóttvarna, skal starfsfólk nota andlitsgrímur ef nauðsynlegt er að fara á milli hólfa.

Leiðbeiningar um rétta notkun andlitsgrímna má t.a.m. finna HÉR.

Það er sjálfsagt og eðlilegt að gæta ávallt fyllstu varúðar. Virðum fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir, notum hanska og grímur sé þess óskað. Munum að við erum öll almannavarnir og samstaða er besta sóttvörnin.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan