Vilja sjá ferjuleiðir og uppbyggingu iðnnáms í byggðaáætlun

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var rætt um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024 og eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Akureyrar fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024. Þar er tekið á helstu verkefnum sem talin eru skipta miklu máli til að viðhalda byggð í landinu og jafna aðstöðu íbúa landsbyggðanna miðað við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Tvö atriði vantar þó tilfinnanlega; annars vegar að ferjuleiðir verði skilgreindar sem hluti þjóðvegakerfisins og hins vegar áætlanir um uppbyggingu iðnnáms. Úr þessu þarf að bæta. Það er hins vegar ljóst að flest þessara verkefna verða ekki að veruleika nema til komi markvissar aðgerðir og nægar fjárveitingar á fjárlögum hvers árs. Bæjarstjórn hvetur Alþingi til að hafa þau verkefni sem eru sett fram í þessari tillögu ofarlega í forgangsröðinni við gerð fjárlaga næstu árin. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði leiðrétt þannig að sveitarfélögin fái hlutdeild í fjármagnstekjuskatti og skatti af arðgreiðslum sem lið í því að efla sérstaklega sveitarfélögin í landsbyggðunum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan