Tvær sendiherraheimsóknir í liðinni viku

Bæjarstjóri tók í liðinni viku á móti tveimur sendiherrum. Annars vegar Gerard Pokruszynski sendiherra Pólverja á Íslandi og með honum í för var Anna Maria Rudnicka-Ostrowska en hún kennir Pólverjum á Akureyri íslensku. Helsta umræðuefnið var menntamál og sat Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs einnig fundinn. Einnig tók bæjarstjórinn á móti Paul Gramham sendiherra Frakka á Íslandi og með honum í för var Jean-Marc Bordier skipherra frönsku freigátunnar Aquitaine sem lá við bryggju á Akureyri.

 

Efri mynd:  Ásthildur bæjarstjóri og Paul Gramham sendiherra Frakka á Íslandi ásamt Jean-Marc Bordier skipherra. Neðri mynd: Ásthildur bæjarstjóri og Gerard Pokruszynski sendiherra Pólverja á Íslandi.

 

  

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan